Gengi bréfa American Airlines (AMR) hefur hækkað um 20 % undanfarna viku, eða frá því að Hannes Smáraso,n forstjóri FL Group, sendi stjórn AMR bréf með tillögum um hvernig mætti auka virði félagsins.

Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs FL Group, segir mikla ánægju ríkja innan FL Group með þau viðbrögð sem bréfaskriftirnar hafa fengið. "Við höfum fengið mjög góð viðbrögð við tillögum okkar til stjórnar AMR, bæði meðal annarra hluthafa og greiningaraðila. Af þessum viðbrögðum má dæma að við séum ekki einir um að vilja auka gegnsæi eigna félagsins og athuga hvort stjórn AMR beri ekki að skoða þann möguleika að aðskilja vildarklúbbinn frá rekstrinum. Við höfum ítrekað bent stjórnendum á þennan möguleika en finnum núna, í kjölfar þess að við sendum bréfið og málið komst upp á yfirborðið, aukinn áhuga á málinu. Menn virðast vera sammála okkur um að það séu ákveðin tækifæri falin í því að selja vildarklúbbinn frá samstæðunni."

Nánari umfjöllun er að finna í Viðskiptablaðinu.