Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins skiptast í tvær fylkingar þegar kemur að áhrifum styrkingar gengis krónunnar á rekstur fyrirtækja. Þriðjungur fyrirtækja taldi styrkingu krónunnar hafa jákvæð áhrif og þriðjungur fyrirtækja taldi þau hafa neikvæð. Þetta kemur fram í könnun þar sem að Samtök atvinnulífsins kannaði viðhorf aðildarfyrirtækja sinna til hinna ýmsu mála.

71% útflutningsfyrirtækja taldi áhrif gengisstyrkingarinnar hafa neikvæð áhrif.

Mikil áhrif vaxtahækkana

53% aðildarfyrirtækja SA töldu að áhrif vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands hafi haft neikvæð áhrif, 4% jákvæð og 43% hvorki jákvæð né neikvæð. Í könnuninni kom einnig fram að: „58% útflutningsfyrirtækjanna töldu að vaxtahækkanirnar hefðu haft neikvæð áhrif, 46% fyrirtækja á heimamarkaði í samkeppni við innflutning og 52% fyrirtækja í takmarkaðri samkeppni við innflutning.“

Meirihluti aðspurða fyrirtækja voru jákvæð fyrir áhrifum lækkunar á olíu- og hrávöruverði. 59% útflutningsfyrirtækjanna töldu að olíu- og hrávöruverðshækkanir hefðu haft jákvæð áhrif, 53% fyrirtækja á heimamarkaði í samkeppni við innflutning og 54% fyrirtækja í takmarkaðri samkeppni við innflutning.