Í könnun Capacent Gallup kemur fram að 51,3% svarenda eru andvíg því að fleiri álver verði reist hér á landi til viðbótar við þau sem eru þegar starfandi. 30,9% eru hlynnt frekari byggingu álvera á meðan 17,7% svara hvorki né þegar þau eru spurð álits um málefnið. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun sem var framkvæmd á dögunum fyrir Landvernd.

Ef litið er á viðhorf einstakra hópa má sjá að karlar eru mun jákvæðari gagnvart byggingu fleiri álvera en konur. 22% kvenna eru hlynnt slíkri uppbyggingu en 39% karla. Á sama tíma eru 44% karla andvíg frekari uppbyggingu álvera en 59% kvenna.

Nánar er fjallað um málið í blaðinu Orka og Iðnaður, sem fylgdi Viðskiptablaðinu síðasta miðvikudag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .