Í fundargerð Bandaríska seðlbankans frá stýrivaxtaákvörðun hans í mars kemur fram að skiptar skoðanir ríkja á meðal áhrifamanna um hvort tímabært sé að hækka stýrivexti í Bandaríkjunum.

Batnandi atvinnuhorfur og önnur jákvæð teikn í bandarísku efnahagslífi virðast gefa til kynna að vaxtahækkun sé að verða tímabær og hafa margir greinendur spáð því að von sé á henni í júní.

Fundargerðin virðist gefa til kynna að þó nokkrir áhrifamenn innan bankans styðji vaxtahækkun í júní en að lækkandi olíuverð og sterkur dollar valdi óvissu um verðbólgu sem gæti leitt til tafa á vaxtahækkuninni.

Nánar er fjallað um málið á vef Financial Times .