*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 30. október 2014 14:15

Skiptast á skattaupplýsingum

Ísland mun taka upp alþjóðlegan staðal um sjálfkrafa upplýsingaskipti í skattamálum.

Ritstjórn
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Haraldur Guðjónsson

Ísland er eitt af 51 ríki sem ætlar að taka upp nýjan alþjóðlegan staðal um sjálfkrafa upplýsingaskipti í skattamálum. Markmiðið er að stöðva glæpastarfsemi sem tengist skattaundanskotum og takast á við skattsvik.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra undirritaði yfirlýsingu þess efnis fyrir hönd Íslands á fundi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í Berlín.

Skipst verður á upplýsingum vegna reikninga í aflandsríkjum, stöðu reikninga og raunverulega eigendur. Þetta samstarf hefst árið 2017.