Samt frétt Dow Jones er líklegt að tveir fjárfestar séu eftir í kapphlaupinu um slóvenska ríkissímann Telecom Slovenije. Það eru Skipti, móðurfélag Símans, og Deutsche Telecom og er líklegt talið að það verði einu bjóðendurnir í slóvenska símann. Tilboðsfrestur rennur út 15. janúar næstkomandi. Samkvæmt frétt Dow Jones er hugsanlegt að einkafjárfestingafélagið Bain Capital blandi sér í baráttuna.

Slóvenska ríkið hyggst selja 49,13% hlut í þessu fyrsta ferli einkavæðingarinnar. Talið er að verðmiðinn verði á bilinu einn til einn og hálfur milljarður evra.