Skipti, móðurfélag Símans, áætlar að það þurfi að greiða 800 til 1.800 milljónir króna samkvæmt boðun um endurálagningu skatta sem félaginu hefur borist frá ríkisskattstjóra.

Þetta er fullyrt í frétt Fréttablaðsins í dag og vísað til heimilda þess um málið. Í henni segir að endurálagningin sé vegna skuldsettra yfirtakna sem átt hafa sér stað innan Skipta-samstæðunnar. Heimildir Fréttablaðsins herma að innan Skipta hafi verið búist við formlegri endurálagningu núna um áramótin en að hún hafi ekki borist. Embætti ríkisskattstjóra hefur þó boðað umrædda endurálagningu .

Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta, vildi ekki staðfesta við Fréttablaðið umfang upphæðarinnar sem Skipti þurfi að greiða, verði skilningur ríkisskattstjóra staðfestur. Hann segir þó ljóst að væntanlegri endurálagningu verði mótmælt enda sé afstaða félagsins sú að þetta standist engan veginn hvað Skipti varði