Skipti hf., móðurfélag Símans, verður skráð í Kauphöll Íslands í dag.

Skipti er fyrsta félagið sem tekið er til viðskipta í íslensku Kauphöllinni á þessu ári, en annað félagið á OMX Nordic Exchange.

„Við fögnum innilega komu Skipta í Kauphöllina. Skipti verða í fjarskiptageira NASDAQ OMX enda er Síminn aðalfyrirtæki þess. Þessi skráning felur í sér breiðari og fjölbreyttari flóru á íslenska markaðnum og við óskum félaginu góðs gengis í framtíðinni.”, segir Þórður Friðjónsson, forstjóri OMX Nordic Exchange á Íslandi í tilkynningu.

Viðskiptalota hlutabréfa Skipta hf., sem hefur auðkennið SKIPTI , er 10.000 og flokkast félagið sem meðalstórt félag í fjarskiptageiranum.