Í gær var ellefu starfsmönnum Skipta, móðurfélagi Símans, sagt upp störfum. Fyrr í dag tilkynnti Síminn að 29 starfsmönnum hafi verið sagt upp störfum. Því hefur alls 40 starfsmönnum verið sagt upp hjá Símanum og Skiptum í gær og í dag.

Pétur Óskarsson, talsmaður Skipta, segir að skipulagsbreytingar hafi orðið á Skiptum í gær. Þær séu gerðar til að aðlaga fyrirtækið að breyttu umhverfi, minnkandi umsvifum og breyttum áherslum.

Eftir breytingarnar starfa 115 manns hjá Skiptum. Pétur segir að uppsagnirnar nú dreifist nokkuð jafnt yfir starfsemi félagsins.