*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Innlent 15. júní 2019 12:03

Skiptifarþegum fækkar um helming

Á sama tíma og heildarumferð um Keflavíkurflugvöll minnkar um nærri þriðjung fækkar skiptifarþegum mun meira.

Ritstjórn
Fall Wow air hefur mikil áhrif á fjölda farþega sem notuðu Ísland til millilendingar á milli áfangastaða í Evrópu og Norður Ameríku.
Haraldur Guðjónsson

Eftir að hafa fjölgað umtalsvert síðustu ár, fækkaði svokölluðum skiptifarþegum í Leifsstöð um nálega helming, eða 46% í maí síðastliðnum, það er úr 376.775 farþegum í 202.684 að því er Túristi greinir frá.

Jafnframt er bent á að fjölgunin á sínum tíma hafi verið sögð marka þáttaskil í íslenskri flugsögu á fundi Isavia í árslok 2017, en nú virðist sá kafli hennar vera lokið að þessu sinni.

Heildarfjöldi farþega fækkaði milli ára um tæplega þriðjung, eða 30,4%, úr 834.382 farþegum í maí 2018 í 580.701 farþega í maí í ár, því mun minni fækkun var í bæði brottfarar- og komufarþegum, eða 18,5% og 16,3%.

Icelandair hefur gefið það út að félagið muni einblína í auknum mæli á farþega á leiðinni til landsins, sem skýrir breytinguna að hluta, en veigamesti þátturinn er eins og gefur að skilja hvarf Wow air af markaðnum.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is