Boðað hefur verið til hluthafafundar Dagsbrúnar næstkomandi föstudag þar sem tekin verður til umfjöllunar tillaga stjórnar félagsins um skiptingu Dagsbrúnar og samruni við Og fjarskipti, að sögn greiningardeildar Glitnis.

?Skiptingin er gerð til að uppfylla skilyrði sem Samkeppnisráð lagði til grundvallar samþykkis síns á kaupum Dagsbrúnar á 365 ljósvakamiðlum ehf. Með skiptingunni verða fjarskiptarekstur og ljósvakamiðlarnir fjárhagslega aðskildir. Við skiptinguna og samrunann rennur hluti eigna og skulda Dagsbrúnar hf. inn í Og fjarskipti ehf., auk þess sem mynduð er skuld Og fjarskipta ehf. við Dagsbrún hf." segir greiningardeildin.

Gjörningurinn hefur ekki bein áhrif á hlutahafa. ?Gagnvart hluthöfum er einungis um lagformlega breytingu á rekstrarformi að ræða sem hefur ekki áhrif á verðmæti eignarhluta þeirra í Dagsbrún," segir greiningardeildin.