Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, telur efni funda og símtala Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Stefáns Eiríkssonar vera aukaatriði. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu Árna Páls á Facebook.

Afskipti ráðherra af rannsókn sem beinist að henni sjálfri og undirmönnum hennar séu óeðlileg, burtséð frá því hvers eðlis þau séu eða hvað sé sagt á fundunum.

Þessu er Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hinsvegar ósammála. Pétur segir í samtali við DV að ekkert hafi komið fram sem dragi hæfi Hönnu Birnu til að gegna stöðu innanríkisráðherra í efa.

Stöðuuppfærsla Árna Páls er eftirfarandi:

Af Facebook-síðu Árna Páls
Af Facebook-síðu Árna Páls
© vb.is (vb.is)