„Það skiptir miklu máli að húsnæðislánastofnanir séu stórar,“ segir Karsten Beltoft, framkvæmdastjóri Realkreditforeningen. Hann fjallaði í morgun um danska húsnæðislánakerfið á fundi Alþýðusambands Íslands, Íbúðalánasjóðs og Samtaka fjármálafyrirtækja.

Hann segir danska kerfið, sem oft hefur verið nefnt í húsnæðislánaumræðunni, byggjast á því að sérstakar húsnæðislánastofnanir sjái um húsnæðislán á föstum vöxtum. Þá ákvarðast vextir á skuldabréfamarkaði en ekki af húsnæðislánastofnunni sjálfri. Sú stofnun tekur síðan fast vaxtaálag.

Í Danmörku lána húsnæðislánastofnanir 2/3 húsnæðislána en viðskiptabankaar lána 1/3. Karsten Beltoft segir að með þessu sé kerfið gegnsætt.