„Eitt það skemmtilegasta sem ég hef upplifað var þegar ég keyrði með góðum hópi vinkvenna upp að Mýrdalsjökli, þar sem við skiptum út háu hælunum fyrir kuldaskó og snjógalla,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já.

„Það var mögnuð upplifun að þeysa yfir jökulinn á snjósleða í glampandi sólskini. Að því loknu keyrðum við yfir á hótel Rangá þar sem við byrjuðum á því að skella okkur í heitan pott, eiginlega úti á miðju túni, að því loknu tók við annað ævintýri, bæði í mat og drykk. Það er eitthvað ólýs­anlegt við að fá bestu veitingar og þjónustu sem maður hefur upplifað á íslensku hóteli, í miðri íslenskri sveit, eftir einstaka upplifun í íslenskri náttúru.“