Skiptum á þrotabúi flugfélagsins Primera Air lauk á föstudaginn síðasta, 22. júlí. Samkvæmt úthlutunargerð þá greiddist upp í samþykktar veðkröfur alls 259.187.030 krónur. Samþykktar almennar kröfur námu 3.677.399.526 krónum og upp í þær greiddust 168.229.457 krónur eða 4,57%. Að auki var ein samþykkt forgangskrafa upp á 230 þúsund krónur sem greiddist að fullu. Skiptastjóri þrotabús Primera greinir frá þessu í samtali við Viðskiptablaðið.

Primera Air, sem var alfarið í eigu Andra Más Ingólfssonar, var úrskurðað gjaldþrota í október 2018. Flugfélagið sagði að rekstrarvandi félagsins mætti rekja til vandamála vegna flugvélaflota félagsins.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði