Skiptum á fjárfestingarfélaginu Insolidum er lokið en félagið var úrskurðað gjaldþrota í maí árið 2008. Almennar kröfur námu 476 milljónum króna og fékkst aðeins 1,5% upp í þær eða 7,3 milljónir.

Insolidum, sem var í eigu Daggar Pálsdóttur lögmanns og sonar hennar, Páls Ágústs Ólafssonar, keypti hálft prósent í SPRON í júní árið 2007 með láni frá Saga Capital. Þegar bréfin féllu í verði eftir skráningu SPRON á hlutabréfamarkað var lánið gjaldfellt eftir að eigendur Insolidum urðu ekki við kröfum Saga Capital um að veittar yrðu frekari tryggingar. Komst Héraðsdómur Reykjavíkur að því að Insolidum bæri að greiða Saga Capital 300 milljónir króna auk dráttarvaxta. Staðfesti Hæstiréttur þann dóm í apríl sl.