*

sunnudagur, 25. október 2020
Innlent 12. desember 2018 10:25

Skiptum lokið á Ármanni Þorvalds ehf.

Tæpar 153 milljónir, eða tæp 2,7%, fengust upp í lýstar kröfur, sem námu samanlagt yfir 5,7 milljörðum króna.

Ritstjórn
Ármann Þorvaldsson, núverandi forstjóri Kviku, var forstjóri Kaupthing Singer & Friedlander, bresku dótturfélagi Kaupþings, í hruninu.
Aðsend mynd

Gjaldþrotaskiptum er nú lokið á félaginu Ármann Þorvaldsson ehf. Samtals fengust tæpar 153 milljónir króna upp í yfir 5,7 milljarða króna lýstar kröfur, eða tæp 2,7%.

Samnefndur eigandi félagsins var forstjóri hins breska dótturfélags Kaupþings, Kaupthing Singer & Friedlander, í hruninu, en er í dag forstjóri Kviku.

Samkvæmt frétt Eyjunnar um málið hélt félagið, sem var stofnað í ársbyrjun 2007, utan um hlutafjáreign Ármanns í Kaupþingi. Félagið átti um 0,5% hlut í Kaupþingi, en var úrskurðað gjaldþrota í febrúar 2011 eftir að bréfin urðu verðlaus í hruninu, og hefur því tekið hátt í 8 ár að skipta þrotabúinu.

Inga Björk Hjaltadóttir lögmaður var skiptastjóri búsins, en eins og áður sagði fengust samtals 152,8 milljónir upp í kröfurnar, sem samanstóðu nær alfarið af almennum kröfum.

Stikkorð: Ármann Þorvaldsson