Skiptum á þrotabúi Baðhússins ehf., sem var í eigu Lindu Pétursdóttur, lauk þann 7. ágúst síðastliðinn, samkvæmt tilkynningu sem birtist í Lögbirtingablaðinu í dag.

Lýstar kröfur í búið námu samtals 181,7 milljónum króna. Þar af var lýst búskröfum að fjárhæð 350 þúsund krónur, veðkröfum að fjárhæð 13,1 milljarður króna og forgangskröfum að fjárhæð 17,2 milljónir króna.

Skiptum lauk þannig að búskröfur greiddust að fullu. Til greiðslu veðkrafna var úthlutað 1,15 milljónum króna eða 8,76% og til greiðslu forgangskrafna var úthlutað 638 þúsund krónum. Ekkert fékkst greitt upp í aðrar kröfur.