Skiptum er lokið á gróðrastöðinni Barri hf. en það var tekið til skipta þann 8. janúar 2013. Þetta kemur fram í tilkynningu um málið í Lögbirtingarblaðinu í dag.

Alls voru lýstar kröfur í búið um 256,6 milljónir króna. Veðhafar leystu til sín veðsettar fasteignir og veðsett lausafé, veðkröfur voru 147,5 milljónir og greiddust þær a fullu. Samþykktar búskröfur að fjárhæð kr. 2,5 milljón greiddust að fullu og samþykktar forgangskröfur námu um 13,5 milljónum króna og greiddust upp í þær um  3,1 milljón eða  um 23,1%. Ekkert fékkst upp í almennar eða eftirstæðar kröfur.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá árið 2010 var gripið til fjárhagslegrar endurskipulagningar á félaginu en skuldir félagsins hækkuðu verulega á árunum 2008 til 2009. Meðal aðgerða sem gripið var til voru að hlutafé var aukið auk þess sem skuldir voru afskrifaðir og þeim breytt í hlutafé.

Barri hf. var að hluta í eigu ríkissjóðs en 22,4% hlutur ríkisins var seldur  í janúar 2004 til Félags skógarbænda á Héraði fyrir tæpar 4,1 milljón.

Gróðrastöðin Barri ehf. keypti rekstur Barra hf. snemma árs 2013, en félagið rekur gróðrastöð að Valgerðarstöðum á Egilstöðum.