Lava bjór frá Ölvisholti
Lava bjór frá Ölvisholti
© None (None)

Kröfur í þrotabú Ölvisholts brugghúss ehf. námu 254 milljónum króna. Skiptum er lokið á búinu, samkvæmt auglýsingu í Lögbirtingablaðinu í dag. Búið var tekið til skipta þann 30. júlí 2010.

Forgangskröfur í búið námu tæpum 647 þúsund krónum og voru þær allar greiddar. 7,7 milljónir króna greiddust upp í almennar kröfur sem námu tæpum 120 milljónum  króna. Ekkert fékkst greitt upp í eftirstæðar kröfur.

Ölvisholt brugghúss ehf. tók erlend lán sem hækkuðu verulega eftir að gengi íslensku krónunnar hríðféll á árinu 2008. Eftir að Ölvisholt brugghús ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta tók eignarhaldsfélagið Flóinn ehf reksturinn yfir.  Að því standa Karl K. Karlsson, Eignarhaldsfélag Suðurlands, Jón E. Gunnlaugsson, Bjarni Einarsson og nokkrir minni fjárfestar. Vörur Ölvisholts eru því enn í framleiðslu og eru fluttar út til Danmerkur, Svíþjóðar, Kanada og Bandaríkjanna.