Kjötbankinn ehf. var fyrirtæki sem sérhæfði sig í kjötvinnslu og sölu kjötvara. Það var til húsa í Flatahrauni í Hafnarfirði. Samkvæmt ríkisskattstjóra var félagið fyrst stofnað árið 1995.

Árið 2010 var nafni félagsins svo breytt í F-576 ehf. og því lýst gjaldþrota. Skipti á búi Kjötbankans hafa tekið tæplega sex ár, en þeim lauk þann 20. júní 2016. Kröfur í bú Kjötbankans ehf. námu 156,6 milljónum króna en engar eignir fengust upp í kröfurnar sem gerðar voru til þrotabúsins.

Þá bárust fréttir af því, skömmu eftir að félaginu var lýst gjaldþrota, að annað félag, Skanki ehf., hefði keypt rekstur Kjötbankans og tekið við honum. Skanki ehf. var stofnað árið 2010 og er enn í rekstri samkvæmt ríkisskattstjóra.

Skanki ehf. heitir enn Skanki ehf. í dag, en öðru fyrirtæki, sem áður hét Jurtaríki ehf., hefur verið gefið nafnið Kjötbankinn ehf. og er enn starfrækt.

Skanki ehf. sér þó um rekstur Kjötbankans í dag, og er fyrirtækið skráð að Flatahrauni þar sem Kjötbankinn var frá upphafi.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð .