Skiptum lauk nýlega á fé­laginu Vélval ehf. Fyrir­tækið starfaði við inn­ flutning, útleigu og sölu á vinnuvélum og var til húsa í Mos­fellsbæ. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í maí 2014 og hefur því verið tvö ár í slitameðferð. Lýst­ar kröfur í búið námu 372,5 millj­ ónum íslenskra króna, en engar eignir fundust upp í kröfurnar.

Félagið var starfrækt frá árinu 2006 til 2010, ef marka má árs­ reikninga. Árið 2007, ári eftir stofnun þess, námu eignir félags­ins samtals tæpum 400 millj­ónum króna. Þar af voru fasta­ fjármunir eða tæki sem félagið leigði út rúmar 340 milljónir en veltufé tæpar 60 milljónir. Af þessum 400 milljónum króna voru 365 þeirra skuldsettar með­ an eigið fé fyrirtækisins nam 33,7 milljónum króna – en afkoman það árið hafði einmitt verið já­ kvæð um 33,2 milljónir króna. Hlutafé félagsins var þá 500 þús­ und krónur.

Ári seinna, árið 2008, var tap af rekstri félagsins, en það nam 227 milljónum króna. Þar vógu fjár­magnsgjöld þyngst, eða rúmlega 334 milljónir króna en rekstrar­hagnaður var þá 105 milljónir. Með þessu mikla tapi varð eig­ið fé fyrirtækisins neikvætt og var þá 193 milljónir króna í mín­us, og á sama tíma jukust skuldir félagsins um tæpar 200 milljónir króna.

Því næst, árið 2009, varð 39 milljóna króna tap af rekstri Vél­vals ehf. Skuldir félagsins höfðu lækkað um rúmar 90 milljónir. Eignir þess námu þá 22 milljónum króna og eigið fé var neikvætt um 233 milljónir króna. Í áritun endurskoðenda fyrir rekstrarárið seg­ir að í núverandi mynd sé félagið ekki rekstrarhæft.

Þá gerðist það einnig árið 2009 að eignaleigufyrirtækið Lýsing gjaldfelldi fjármögnunarleigu­ samninga við Vélval. Engri sátt var náð við uppgjörið, og Lýsing leysti til sín öll tæki. Þá var tækj­um fyrir 187 milljónir króna skil­að – en áður höfðu eignir fyrir 194 milljónir verið afskrifaðar. Eignir fyrirtækisins í lok árs 2010 voru þá 9,8 milljónir króna.

Framkvæmdastjóri fyrirtækis­ ins samkvæmt hinsta ársreikn­ ingi sem fyrirtækið skilaði var Hjálmar Kristinn Helgason. Hjálmar Kristinn starfar nú sem framkvæmdastjóri annars fyr­irtækis – Vélafls. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá 2008 þar sem greint er frá kaupum HIG ehf., sem var þá í eigu Hjálmars, á umboðsfélaginu Ræsi, voru Vélafl ehf., innflutnings­ og þjónustu­ fyrirtækið Íshlutir ehf. og Vélval ehf. öll í eigu HIG ehf.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .