Í nýjasta Lögbirtingarblaðinu kemur fram að skiptum sé lokið á þrotabúi fjárfestingafélagsins Fons ehf. sem lýst var gjaldþota í apríl 2009. Lýstar kröfur voru samtals 39,2 milljarðar en samþykktar kröfur samtals 32,4 milljarðar.

Óskar Sigurðsson hrl. er skiptastjóri búsins og skiptunum lauk 28. október með úthlutunargerð úr þrotabúinu en samkvæmt henni þá greiddust tæpar 5 milljarðar upp í veðkröfur búsins. Forgangskröfur námu 15,2 milljónum og þá greiddust 629 milljónir upp í almennar kröfur.