Skiptum á þrotabúi AN holding er lokið. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. Félagið var í eigu Pennans og námu lýstar kröfur rétt tæpum 3,2 milljörðum króna. En varð niðurstaðan sú að engar eignir fengust upp í þær kröfur.

Í umfjöllun Morgunblaðsins um málið kemur fram að Penninn hafi sótt inn á erlenda markaði eftir að fjárfestahópur leiddur af Kristni Vilbergssyni og Þórð Kolbeinssyni keyptu í Pennanum árið 2005. Árið 2006 hafi Penninn fest kaup á 73% hlut í lettneska skrifstofufyrirtækinu AN office.

AN Hold­ing var tekið yfir af skila­nefnd Spari­sjóðabank­ans, áður Icebank.