Skiptum er lokið á þrotabúi Jóns Guðmanns Þórissonar, fyrrverandi forstjóra VBS fjárfestingarbanka, en hann var úrskurðaður gjaldþrota þann 4. febrúar sl.

Samkvæmt tilkynningu sem birtist í Lögbirtingarblaðinu í dag var lýst rétt tæpum 675 milljónum króna í búið en engar eignir fundust í búinu.

Í október sl. var skiptum lokið á félagi í eigu Jón Þórissonar Universial Exports ehf. en ekkert fékkst upp í 321 milljón króna kröfur í búið. Universal Exports var á sínum tíma á meðal stærstu eigenda í VBS fjárfestingarbanka en félagið átti 3,32% í bankanum samkvæmt ársreikningi 2008, en eins og áður sagði var eigandi félagsins Jón Þórisson, fyrrverandi forstjóri VSB.