Nú er hægt að nálgast á rafrænu formi heildstæða Landsskipulagsstefnu um áætlanir stjórnvalda um samgöngur, byggðamál, náttúruvernd, orkunýtingu og aðra landnýtingu.

Áætlunin, sem var samþykkt á Alþingi í vor, nær til skipulags á miðhálendi Íslands, skipulags í dreifbýli, búsetumynsturs og dreifingu byggðar og skiplags á haf- og strandsvæðum.

„Auk þess að vera framfylgt í gegnum skipulagsáætlanir sveitarfélaga og áætlanagerð ríkisins, felur landsskipulagsstefna í sér tiltekin verkefni, svo sem leiðbeiningar- og þróunarverkefni til að hrinda markmiðum stefnunnar í framkvæmd,“ segir í fréttatilkynningu frá Umhverfisráðuneytinu.