Wyndeham Press Group, sem er í 98% eigu Dagsbrúnar hefur tilkynnt um skipulagsbreytingar og mun fyrirtækið eftirleiðis skiptast í tvö svið, svið útgáfulausna og svið markaðslausna.

Svið útgáfulausna mun veita útgefendum tímarita þjónustu um hönnun, prentun, dreifingu blaða og tímarita, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. Fyrirtækið kemur að framleiðslu yfir 600 titla tímarita. Yfirmaður sviðsins verður Roy Kingston.

Svið markaðslausna sinnir þjónustu við fyrirtæki á neytendavöru-, þjónustu- og smásölumarkaði. Þá sér sviðið til að mynda um hönnun, þróun og framleiðslu umbúða fyrir ýmsar vörutegundir og hannar, framleiðir og setur upp umhverfisgrafík fyrir fjölda fyrirtækja í þjónustu og smásölu. Yfirmaður sviðsins verður Mick Tooley.
?Endurskipulagning fyrirtækisins er í samræmi við það markmið að viðskiptavinir okkar hafi aðgang að allri prentun og samskiptalausnum á einum stað.? segir Paul Utting, framkvæmdastjóri WPG. ?Nýja skipulagið mun einfalda þjónustuframboð okkar gagnvart hverjum hluta markaðarins fyrir sig og auka tækifæri okkar á krosssölu."