Breytingar hafa verið gerðar í framkvæmdastjórn Alcoa Fjarðaráls en Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaráls, gerði starfsfólki grein fyrir breytingunum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu en breytingarnar taka gildi um áramótin.

Breytingarnar eru eftirfarandi:

Luke Tremblay verður framkvæmdastjóri framleiðslu. Luke hefur starfað hjá Alcoa í 30 ár sem verkfræðingur, kerskálastjóri, steypuskálastjóri, ABS- og mannauðsstjóri og síðast sem framkvæmdastjóri álvers Alcoa í Baie-Comeau í Kanada.

Smári Kristinsson , sem áður gegndi tímabundið stöðu framkvæmdastjóra framleiðslu, verður framkvæmdastjóri álframleiðslu og kerfóðrunar.

Kristinn Harðarson , áður framkvæmdastjóri kerskála, verður framkvæmdastjóri stöðugra umbóta og tæknimála. Framleiðsluþróun og fjárfestingar munu heyra undir Kristin en jafnframt er hlutverkinu ætlað að vinna í uppbyggingu þekkingar og tæknilegrar þróunar fyrirtækisins.

Geir Sigurpáll Hlöðversson , áður framkvæmdastjóri umhverfis-, heilsu- og öryggismála, verður framkvæmdastjóri málmsteypu.

Páll Freysteinsson , áður framkvæmdastjóri áreiðanleika, verður framkvæmdastjóri umhverfis-, heilsu- og öryggismála.

Árni Páll Einarsson tekur við starfi framkvæmdastjóra áreiðanleika.

Júlíus Brynjarsson verður framkvæmdastjóri skautsmiðju.

Ný framkvæmdastjórn Fjarðaáls

Framkvæmdastjórn Alcoa Fjarðaáls skipa nú auk ofantaldra: Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, Ruth Elfarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og Guðný Björg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála.