Skipti hafa breytt skipulagi félagsins og stofnað tvö ný svið, Mannauðssvið og Viðskiptasvið sem taka við af Starfsmannasviði félagsins.

Jóhannes Rúnarsson tekur við stöðu framkvæmdastjóra Viðskiptaþjónust og Ketill B. Magnússon tekur við stöðu framkvæmdastjóra Mannauðssviðs.

Jóhannes hefur starfað hjá Skiptum og hjá Símanum í 20 ár. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og starfaði síðast sem framkvæmdastjóri starfsmannasviðs hjá Skiptum.

Ketill hefur starfað hjá Skiptum og áður hjá Símanum í 7 ár. Síðasta starf sem hann gegndi var forstöðumaður starfsþróunar og fræðslu. Hann hefur MA gráðu í heimspeki frá University of Saskatchewan í Kanada og MBA gráðu frá ESADE Business School á Spáni.

Skipti hf. er eignarhaldsfélag um rekstur fyrirtækja á sviði fjarskipta, upplýsingatækni og afþreyingar. Innan Skipta eru Síminn, Míla, Já, Skjárinn, Sensa, Tæknivörur, Trackwell og Radiomiðlun. Erlend dótturfélög eru fjarskiptafélögin Aerofone í Bretlandi, Síminn DK í Danmörku, On-Waves í Luxemborg og upplýsingatæknifyrirtækið Sirius IT sem er með starfsemi í Noregi, Svíþjóð og Danmörku.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Skiptum.