Skipulagsstofnun hefur auglýst tillögu að matsáætlun vegna Hallsvegar, Úlfarsfellsvegar og gatnamóta við Vesturlandsveg, sem Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar og Vegagerðin standa að. Athugasemdafrestur er til 18. janúar n.k.

Hallsvegi er ætlað að mynda tengingu við fyrirhugaða Sundabraut, upp í gegnum Grafarvog á brú yfir Vesturlandsbraut og um Úlfarsfellsveg upp í Hamrahlíðarlönd. Þessi framkvæmd, sem talin er leiða til verulega aukinnar umferðar um Hallsveg, hefur mjög verið gagnrýnd af íbúum við neðanverð Garðhús í Grafarvogi. Telja þeir að með lagningu Hallsvegar eins og nú er fyrirhugað sé verið að kljúfa íbúahverfi Grafarvogs í tvennt. Gera þeir kröfur um  kröfur til þess að vandaðar og ítarlegar umferðarspár komi fram í matinu er nái til allrar legu Hallsvegar í nútíð og framtíð.

Eftir að athugasemdafresti lýkur tekur Skipulagsstofnun ákvörðun um hvort framlögð tillaga sé ásættanleg eða hvort breyta þurfi efnistökum í væntanlegri skýrslu um mat á umhverfisáhrifum.

[email protected]