Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu Landsnets að matsáætlun fyrir Suðvesturlínur með athugasemdum. Jafnframt hefur stofnunin ákveðið að umhverfisáhrif verkefnisins skuli ekki metin með öðrum háspennulínum eða virkjunum sem tengjast álveri í Helguvík. Stefnt er að því að skila frummatsskýrslu vegna umhverfismatsins til Skipulagsstofnunar seinni partinn í apríl og kynning á henni hefjist í byrjun maímánaðar.