Skráning í hreyfiferðir Bændaferða á árinu hefur gengið vel en þetta í fyrsta sinn sem Bændaferðir eru með umboð fyrir World Marathon Majors. Undir það falla hlaup í Tókýó, Boston, London, Berlín,Chicago og New York. Hugrún Hannesdóttir, sölustjóri Bændaferða, segir marga hafa skráð sig í hlaup fyrir og í kringum jólin. Þegar er uppselt í hlaupið í London og eingöngu þrjú númer eftir í Boston.

Allar þessar hlaupaferðir eru heilt maraþon, 42 kílómetrar, og því hefur verið bætt við ferðum þar sem fleiri vegalengdir eru í boði. Í byrjun október verður boðið upp á hlaup í München þar sem þrjár vegalendir eru í boði. Hugrún segir að á næsta ári verði reynt að hafa fleiri slíkar ferðir. Þannig geti t.d. hjón farið saman í hlaupaferð og hlaupið ólíka vegalengd.