Um miðbik síðustu aldar hófst svokölluð þróunaraðstoð til ríkja sem tilheyra þriðja heiminum. Gegnum árin hefur hundruðum milljarða Bandaríkjadala verið deilt á milli ríkja þriðja heimsins. Árangurinn hefur þó verið misjafn og enn glíma fjölmargar þjóðir við fátækt sem ekki sér fyrir endann á.

Margir eru farnir að trúa því að þróunaraðstoð sé lítið annað en millifærsla á peningum fátækari Vesturlandabúa til þeirra ríku í þriðja heiminum, enda til fjölmörg dæmi þess að fjármagnið "týnist" í skúffum hjá spilltum stjórnmálamönnum. Enn fremur eru fjölmörg dæmi þess að þróunarverkefni Vesturlanda hafi grafið undan atvinnustarfsemi í viðkomandi landi.

Því spyrja margir: Hver er árangurinn af þróunaraðstoð?

Lesið úttekt um þróunaraðstoð í helgarblaði Viðskiptablaðsins.