*

laugardagur, 26. september 2020
Erlent 22. janúar 2020 07:02

Er eitthvað að marka sérfræðinga?

Undanfarin ár hefur verið ábatasamt að kaupa í félögum á Bretlandi sem sérfræðingar segja þeim að selja í.

Ritstjórn
Kauphöllin í London.
epa

Lengi hefur verið deilt um hve mikið megi græða græða á ráðgjöf sérfræðinga á fjármálamarkaði. Geta einstaklingar sem spá í markaðnum virkilega náð betri ávöxtun til lengdar en markaðurinn í heild sinni? Og getur ávöxtunin verið það góð að það borgi sig fyrir fjárfesta að greiða sérfræðingum þóknanir umfram að kaupa í vísitölusjóðum og spara sér þar með fjárfestingakostnað?

Nýlegur sjónvarpsþáttur um fjármál í Noregi fékk fjóra hópa til að veðja á hvaða hlutabréf myndu hækka mest næstu þrjá mánuði. Í fyrsta hópnum voru hlutabréfagreinendur, í öðrum hópnum voru beljur látnar til að skíta á tún sem merkt hafði verið ólíkum félögum og þeir reitir sem mest var skitið á urðu fyrir valinu. Í þriðja hópnum voru tískubloggarar sem völdu einnig hlutabréf af handahófi þar sem þeir könnuðust lítt við félögin sem til greina komu. Fjórði hópurinn samanstóð af stjörnuspekingum en þeim gekk verst alla. Greinendurnir náðu betri árangri en vísitalan á þessum þremur mánuðum en ávöxtunin þeirra var þó álíka og hjá beljunum. Ávöxtunin var hins vegar best hjá tískubloggurnum.

Best að kaupa þegar sérfræðingar segja að selja?

Nýleg greining frá AJ Bell bendir til að jafnvel geti verið betra að jafnvel geti verið betra að gera öfugt við það sem greiningaraðilar mæla með. Þau tíu félög í FTSE 350 vísitölunni sem hlutfallslega flestir greinendur mæltu með að selja skiluðu að meðaltali 28,9% ávöxtun á síðasta ári samkvæmt frétt The Times. Til samanburðar skiluðu þau tíu félög sem hlutfallslega flestir sérfræðingar mæltu með að kaupa í 23,2% ávöxtun á síðasta ári.

Þetta er fjórða árið í röð sem AJ Bell kemst að sömu niðurstöðu, að meira sé upp úr því að hafa að kaupa í félögum sem greinendur mæla með að selja í en þau sem mælt er með að kaupa í. 

Stikkorð: ávöxtun hlutabréf AJ Bell