*

sunnudagur, 13. júní 2021
Innlent 12. apríl 2014 19:35

Skjárinn fetar sig nær „Netflix-leiðinni“

Sjónvarps- og tæknifyrirtækin skoða ýmsar leiðir til að koma sjónvarpsefni til áhorfenda.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Haraldur Jónasson

Kröfur almennings til afþreyingar eru að breytast. Það eru tækifæri í þessu. En öll uppbygging kostar sitt í upphafi og því mun það taka tíma að sjá árangurinn,“ segir Hermann Guðmundsson, forstöðumaður þróunardeildar Skjásins.

Fyrirtækið er með áform um að breyta dreifingu á sjónvarpsefni og færa það nær Netflix-leiðinni. Sú leið heitir á mæli innvígðra áskrift að VODþjónustu (e. Subscription Video On Demand eða S-VOD). Netflix-leiðin felur í sér eins og þeir þekkja sem hafa prófað að áhorfendur kaupa áskrift að sjónvarpsefni sem þeir geta horft ótakmarkað á á meðan áskriftin er í gildi.

Gert er ráð fyrir því að áskriftarþjónustan verði valkostur við aðra möguleika þeirra sem kaupa aðgang að efni Skjásins, s.s. T-VOD-þjónustuna í SkjáBíó en þar er greitt fyrir leigu á hverri mynd. Hægt er að horfa á myndina í ótakmarkaðan tíma í tvo sólarhringa. „Við erum að skoða þetta fyrir fullorðna. Það er tímaspursmál hvenær boðið verður upp á slíka þjónustu,“ bætir Hermann við.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.