Ölstofa Kormáks og Skjaldar skilaði rúmlega níu milljóna króna hagnaði á síðasta ári sem er besta rekstrarafkoman af þeim börum sem litið var til í úttekt Viðskiptablaðsins. Á eftir Ölstofunni kemur Danska kráin sem skilaði um 6,2 milljóna króna hagnaði og Kaffi Rósenberg skilaði um 3,4 milljóna króna hagnaði. Eiginfjárstaða Ölstofunnar var einnig sú besta af þeim börum sem litið var til.

„Þetta er kannski engin gullnáma en sæmilega vel rekið fyrirtæki,“ segir Skjöldur Sigurjónsson, annar eigenda Ölstofunnar, en hann hefur rekið barinn ásamt Kormáki Geirharðssyni í um tíu ár. Hann segir barinn aldrei hafa verið mjög skuldsettan og honum hafi einfaldlega verið leyft að reka sig. Það skýrir að vissu leyti þá afkomu sem hann sýni í dag. Hann segir Ölstofuna hafa verið heppna með starfsfólk í gegnum tíðina sem er að hans mati lykillinn að góðum rekstri.

Ítarlega er fjallað um rekstur öldurhúsa í Reykjavík í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • Flestir vilja Árna Pál í formannsstól Samfylkingarinnar
  • Starfshópur um mál LSR náði ekki að klára vinnu sína
  • Bílastæði í Hörpu ekki inni í efnahagsreikningi Bílastæðasjóðs
  • Stjórnlagafrumvarpið fær falleinkunn
  • Ríkið selur ekki hlut sinn í bönkunum á næstunni
  • Hlutabréf aftur orðin spennandi
  • Rýnt í skýrslu sérfræðingahóps um fjármálakerfið hér á landi
  • Kenningar nóbelsverðlaunahafa í hagfræði á mannamáli
  • Orkuveitu-skýrslan sett fram á myndrænan hátt
  • Hannes Hilmarsson, forstjóri Air Atlanta, í ítarlegu viðtali
  • Rápað um tískubloggið Trendnet.is
  • Markaðsstjóri hjá Vert ræðir um jólaauglýsingar í október
  • Allt um það hvað kostar að dressa sig upp fyrir rjúpnaveiðina
  • Nærmynd af Margréti Pétursdóttur, meðeiganda Ernst & Young
  • Óðinn skrifar um ósjálfbæra skuldastöðu ríkisins
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem skrifar um veikleika stjórnmálamanna
  • Myndasíður, pistlar og margt, margt fleira.