Hlutabréf hafa lækkað á síðustu klukkustund. Hækkun dagins á Wall Street er horfin og allar helstu vísitölur í Þýskalandi, Bretlandi og Frakklandi hafa lækkað í kringum 1,5%.

Enn og aftur hafa fréttir af skuldakreppunni í Evrópu áhrif á hlutabréfamarkaðinn. Nú eru fjárfestar svartsýnir á lausn krísunnar en fyrir rúmri klukkustund ríkti bjartsýni um lausn hennar.

Áhyggjur fjárfesta beinast að því nú að einkaaðilar verði látnir taka á meiri afskriftir ríkisskuldabréfa Grikklands. Það hefði áhrif á mörg skráð félög, sérstaklega evrópska banka og fjármálafyrirtæki.

Wall Street í New York.
Wall Street í New York.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)