Afkomuspár greiningardeilda bankanna fyrir árið 2008 hafa tekið talsverðum breytingum milli spáa sem birtust í spáritum fyrir fyrsta og annan fjórðung ársins, í takt við verri stöðu í efnahagslífinu, sem orsakast að mestu af lánsfjárkrísu, fallandi gengi krónu og hækkandi hrávöruverði. Heilt yfir hafa afkomuspárnar lækkað meira en hjá sambærilegum fyrirtækjum á Norðurlöndum.

Greiningardeild Landsbankans nefnir að Össur, Kaupþing og Glitnir fylgi einna best þróun sinna atvinnugreina. Breytingarnar frá því í janúar einkennast af mikilli aukningu fjármagnskostnaðar og minnkandi framlegð vegna aukins rekstrarkostnaðar, líkt og fram kemur í afkomuspá Landsbankans fyrir annan ársfjórðung. Það er þó óhætt að segja að ýmis áföll hjá nokkrum rekstrarfélögunum hafi sterk áhrif til afkomulækkunar. Þar ber helst að nefna Bakkavör (skiptasamningur við Greencore), Eimskip (fall Innovate), Icelandair (olíuverð) og Teymi (gengisfall krónu en félagið skuldaði mikið í erlendri mynt).

Meiri samdráttur en á hinum Norðurlöndunum

Íslensk fyrirtæki eru þó ekki ein um að þurfa að þola samdrátt í afkomuspá frá greiningardeildunum. En það verður að segjast að samdrátturinn er töluvert meiri en til að mynda á hinum Norðurlöndunum.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .