Unnið er að viðamiklum verkefnum og rannsóknum í sjálfbærri ferðaþjónustu, ásamt áætlunum um framtíðarþróun í og við væntanlegan Vatnajökulsþjóðgarð. Það er Stella Sigfúsdóttir hjá Spa Akademíu ehf./Spa Academia Ltd. sem vinnur að verkefninu.

Spa Akademía ehf. er ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki í heilsutengdri þjónustu (spa iðnaði) og er Stella Sigfúsdóttir stofnandi og stjórnarformaður.

Hún hlaut nýlega styrk frá Frumkvöðlastuðningi IMPRU nýsköpunarmiðstöð, til verkefnisins ?Spa Vatnajökull." Styrkinn mun Stella nýta til þess að gera forrannsókn á fýsileika þess, að stofna heilsulind ? Spa Vatnajökul - í ríki Vatnajökuls.

Stella hefur meistaragráðu, MBA, í alþjóðlegri hótel- og ferðaþjónustu frá Bandaríkjunum, með stofnun og rekstur heilsulinda (spas), sem sérsvið. Hún er einnig viðskiptafræðingur af markaðssviði frá Háskóla Íslands.

Unnið er að verkefninu í náinni samvinnu við ferðaþjónustuaðila á svæðinu, sveitarfélag Hornafjarðar, sveitarfélag Skaftárhrepps og Háskólasetrið á Hornafirði. Ef fýsilegt reynist að reisa slíka heilsulind, þá hyggst Stella sækja um áframhaldandi styrki til ýmissa stofnana og aðila til þeirrar þróunarvinnu.

Áætlað er að verkáætlun fyrir verkefnið ?Spa Vatnajökull" liggi fyrir kringum áramótin og að forrannsókninni ljúki vorið 2006. Reynist niðurstöður jákvæðar, þá mun strax ráðist í að setja saman viðskiptaáætlun og leitað eftir fjármagni, til þess að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Stella mun einnig leita eftir samvinnu við fagaðila á svæðinu og aðra hagsmunaaðila um stofnun ?Spa Vatnajökuls."