Elkem á Íslandi, sem rekur Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga, er að skoða möguleika á að reisa  sólarkísilverksmiðju á Íslandi. Elkem hugar nú að staðsetningu fyrir slíka verksmiðju sem framleiddi sólarrafhlöður.

Hörð samkeppni er um þessa nýju verksmiðju Elkem enda gæti hún skapað 200-300 störf. Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem á Íslandi, sagði í fréttum RÚV að Grundartangi sé vel staðsettur fyrir nýju verksmiðjuna.

Félagið er núna með umsókn um endurnýjun starfsleyfis í gangi og þar er óskað eftir heimild fyrir nýrri verksmiðju. Einar segir um sé að ræða 10.000 tonna verksmiðja, en ákvörðun um staðsetningu hennar verði tekin á næsta ári. Slík verksmiðja myndi framleiða rafhlöður meðal annars fyrir í tjald- og fellihýsi.