Til greina kemur að skrá Icelandair í kauphöllinni í Noregi.

„Við höfum til dæmis tekið þá stefnu með Icelandair að skrá það líka erlendis,“ sagði Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, á ráðstefnu sem nyìlega var haldin á vegum Saga Fjárfestingarbanka.

Aðspurður um þessi ummæli segir Finnbogi þetta vera eina af útgönguleiðunum sem sjóðurinn hefur markað sér. Þetta gerist hins vegar ekki strax því að öllum líkindum þurfi þriggja ára rekstrarsaga að liggja fyrir við skráningu á annan markað. Það sé því verið að horfa til ársins 2012. Til greina komi að skoða skráningu í kauphöllinni í Osló í þessu samhengi. Samtals á Framtakssjóðurinn um 30% í Icelandair Group.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .