Nordic Foods, félag að hluta til í eigu athafnamannsins Gísla Reynissonar, skoðar nú möguleika á því að skrá sælgætisframleiðendurna Laima og Starburadze í kauphöllina í Riga á Lettlandi, segir stjórnarformaður Nordic Foods, Juris Jonatis.


Nordic Foods á 6,55% hlut í Laima og 60,7% hlut í Starburadze. Fyrirtækin eru hluti af NP Confectionary-samstæðunni, sem einnig inniheldur lettnesku fyrirtækin Gutta, Eurofood, Saldumu Tirdznieciba og pólska fyrirtækið Lider Artur.


NP Confectionary er 97% í eigu íslenska fjárfestingafélagins Nordic Partners, þar á meðal Gísla Reynissonar, en stjórnarformaður Jonatis á 3% hlut í samstæðunni. Nordic Foods er félagið sem heldur utan um eignarhlutina í Laima og Starburadze.

Velta Laima nam um þremur milljörðum íslenskra króna í fyrra og jókst veltan um 19% frá árinu 2004. Velta Starburadze nam rúmum milljarða króna árið 2005. Markaðsvirði félaganna við skráningu liggur ekki fyrir.

Talsmaður fyrirtækjanna Ingars Rudizitis segir ákvörðun um skráningu ekki hafa verið tekna og að Nordic Foods hafi einungis nýlega sent frá tillögu um hugsanlega skráningu.