Breska veðurstofan veltir nú fyrir sér þeim möguleika að reisa nýtt gagnaver sitt á Íslandi. Áætlaður kostnaður er 1,2 milljarðar punda eða tæplega 200 milljarðar íslenskra króna. Sagt er frá í Fréttablaðinu .

Umrætt gagnaver er umtalsvert öflugra en það sem fyrir er og kemur til með að geta keyrt spálíkön með nákvæmari hætti en áður. Svo stórt ver þarf talsverða orku og horfa Bretar því einna helst til Íslands og Noregs sem mögulegra valkosta.

Fyrir er hér á landi ofurtölva dönsku veðurstofunar en Veðurstofa Íslands kemur að rekstri hennar.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir við Fréttablaðið að um talsvert tækifæri sé að ræða fyrir Íslendinga og hafi hann falið sendiherra okkar í London að fylgjast með möguleikum sem kunna að opnast.