Greiðslur til íslenskra skattþegna af útleigu fasteigna á Airbnb á Íslandi árin 2015 til 2018 námu 25,1 milljarði króna, samkvæmt svari Airbnb á Írlandi við fyrirspurn skattrannsóknarstjóra.

„Nú þegar hefur farið af stað vinna innan embættisins við frekari greiningu gagnanna. Í framhaldinu verður metið hvort þörf er á frekari aðgerðum af hálfu embættisins,“ segir í tilkynningu á vef skattrannsóknarstjóra.

Hagstofan áætlaði að greitt hafi verið fyrir 1,9 milljónir gistinótta árið 2017, 1,88 milljónir árið 2018 og um 1,6 milljónir árið 2018.