Orkuveita Reykjavíkur (OR) áformar að leggja hitaveitulögn úr borholu í Hverahíð á Hellisheiði í stað þess að reisa þar aðra virkjun. Draga á úr sjónmengun og mun lögnin af þeim sökum liggja að hluta neðanjarðar til Hellisheiðarvirkjunar. Ekki er talið að þetta muni valda orkutapi á leiðinni. Þessi áform þykja líklegt til að skila því að afkastageta Hellisheiðarvirkjunar eykst til muna og verður í samræmi við væntingar. Ekki liggur fyrir hvenær OR fer út í framkvæmdina.

Rætt var Hellisheiðarvirkjunina ásamt öðru henni tengd á sameiginlegum fundi umhverfis- og samgöngunefndar og atvinnuveganefndar Alþingis í morgun.

Draga úr mengun

Fyrir mánuði sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, að árleg rýrnun orkuvinnslusvæðsins á Hellisheiði nema 2,3% og skili vélar Hellisheiðarvirkjunar á bilinu 270 til 280 MW en ekki 303 MW eins og rætt hafi verið um. Með stækkun Hellisheiðarvirkjunar í tengslum við Hverahlíðarlögnina er reiknað með að afkastagetan geti farið í allt tæpa 400 MW.

Þá var sömuleiðis rætt um loftmengun frá virkjuninni og vandamál tengd niðurdælingu við Hellisheiðarvirkjun. Verið er að vinna í því að draga úr loftmenguninni, að sögn forstjóra OR sem var gestur á fundinum. Hann taldi um fimm ár þar til öll vandamál tengd Hellisheiðarvirkjun verði leyst.