Fyrir aldarfjórðungi fórum við hjónin að fara langar sumarferðir. Kynntumst þá fornri og sérstæðri tilvist, sem felst í að hafa hestinn fyrir heimili og komast í nýjan haga og nýtt vatnsból að kvöldi. Við urðum heilluð af þessum lífsstíl, enda gaf hann óvenju mikla hvíld frá amstri kontóristans,“ segir Jónas Kristjánsson, höfundur stórbókarinnar Þúsund og ein þjóðleið. Þar er þjóðleiðum um Ísland lýst í máli og myndum og þær sýndar á vönduðum kortum. Bókin er 400 bls. í Atlas- stærð, prýdd myndum frá Þjóðminjasafni Íslands af fornum ferðalöngum. Þúsund og ein þjóðleið er gefin út í öskju og henni fylgir tölvudiskur með öllum leiðunum. Þannig geta menn hlaðið þeim í tölvur og staðsetningartæki.

Nánar í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð.