*

föstudagur, 21. febrúar 2020
Innlent 22. ágúst 2019 07:15

Skoða málsókn gegn stjórnendum Wow

Kröfur þátttakenda í skuldabréfaútboðinu teljast almennar kröfur við skiptin og því borin von á að nokkuð muni koma upp í þær.

Jóhann Óli Eiðsson
epa

Heimildir Viðskiptablaðsins herma að hluti þátttakenda í skuldabréfaútboði félagsins síðasta haust muni á næstu vikum taka ákvörðun um höfðun skaðabótamáls á hendur fyrrverandi stjórnendum félagsins.

Í skýrslu Deloitte segir enn fremur að vísbendingar væru um að aðgerðir í júní 2018, sem farið var í til að styrkja eigið fé félagsins, hafi falið í sér eða leitt til ofmats á eigin fé. Í máli skiptastjóra á fundinum kom fram að ýmislegt benti til þess að eigið fé hefði verið neikvætt áður en lagt var í þá vegferð og skuldabréfaútboðið í kjölfar þess. Auk mögulegra riftunarmála er varða Arion, ALC og Avolon er framkvæmd og aðdragandi þess til skoðunar.

Kröfur þátttakenda í skuldabréfaútboðinu teljast almennar kröfur við skiptin og því borin von á að nokkuð muni koma upp í þær kröfur. Til að eiga möguleika á að fá fjármunina endurgreidda verða þeir því að leita annarra leiða. Heimildir Viðskiptablaðsins herma enda að hluti þátttakenda í útboðinu sé einsettur á að stefna stjórnendum félagsins til greiðslu skaðabóta þar sem þeir hafi ekki sett félagið í þrot þegar það var ógjaldfært. Þess sé ekki langt að bíða þar til ákvörðun um slíkt liggur fyrir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér