Bandaríska flugrekstrarfélagið AMR, móðurfélag flugfélagsins American Airlines, tapaði 241 milljón dala, jafnvirði rétt rúmra 30 milljarða króna, á öðrum ársfjórðungi. American Airlines er eitt af þremur stærstu flugfélögum Bandaríkjanna.

Flugfélagið óskaði eftir heimild til greiðslustöðvunar samkvæmt bandarískum gjaldþrotalögum í nóvember í fyrra og hefur verið unnið að því að koma rekstrinum í rétt horf. Kostnaður upp á 336 milljónir dala vegna mála tengdri greiðslustöðvuninni eru inni í afkomutölunum. Að þeim undanskildum hagnaðist flugfélagið um 95 milljónir dala.

Tekjur flugfélagsins námu 6,45 milljörðum dala og hafa þær aldrei verið meiri. Það skýrist ekki síst af 6,8% hækkun á flugfargjöldum sem vógu upp á móti 0,3% hækkun á eldsneytisverði.

Fram kemur í umfjöllun Bloomberg-fréttaveitunnar, að verið sé að skoða ýmsar leiðir til að halda vélum American Airlines í loftinu. Þar á meðal er samruni við önnur flugfélög