Samkeppniseftirlitið mun fjalla um hugsanlegum samruna annað hvort fasteignafélagsins Regins við fasteignafélagið Eik eða Eik við Landfestar þegar og ef til slíks samruna kemur og hann hefur verið tilkynntur lögum samkvæmt. Engar forsendur eru til þess að bregðast við hugsanlegum samruna fyrr, segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.

„Slíkur samruni myndi augljóslega koma til vandlegrar skoðunar af okkar hálfu. Það er ekkert hægt að segja til um þetta fyrr en það kemur á borð okkar,“ segir Páll Gunnar.

Arion banki á 100% hlut í Landfestum en lífeyrissjóðir eru stórir hluthafar í bæði Eik og Reginn. Fullyrt var í Morgunblaðinu í dag að sjóðastýringafyrirtækið Gamma sé heilinn á bak við samruna Regins og Eik enda hluthafi í báðum félögum. Þá hefur Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, verið gagnrýninn á frumkvæði Arion banka í samrunaviðræðum Landfesta og Eikar en honum þykir ljóst að með samruna sé bankinn að verja hagsmuni sína.

Viðskiptablaðið fjallar ítarlega um fasteignafélögin í blaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgasta blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .