Stjórn bresku verslunarinnar House of Fraser er sögð skoða möguleika á því að skrá hana að nýju á markað. Fram kemur um málið á vef breska dagblaðsins Sunday Times , að markaðsverðmæti verslunarinnar geti numið á bilinu 200 til 300 milljóna punda, jafnvirði rúmra 37 til 56 milljarða íslenskra króna.

Slitastjórn Landsbankans á um þriðjungshlut í versluninni en Don Don McCarthy, formaður stjórnar hennar, og fjölskylda hans á 20%. Á meðal annarra stórra hluthafa eru skoski auðkýfingurinn Tom Hunter, Lloyds-bankinn og fleiri. Blaðið segir McCarthy hafa átt frumkvæðið að því að skrá verslunina aftur á markað.

Baugur Group leiddi hóp fjárfesta við yfirtöku á verslunni árið 2006 og greiddi fyrir hana 351 milljón punda, jafnvirði tæpra 70 milljarða króna á gengi dagsins í dag. Þegar kröfuhafar Baugs gengu að veðum og félagið fór í þrot eignaðist þrotabú Landsbankans 33% hlut í House of Fraser.

House of Fraser var skráð í kauphöll árið 1948 en var afskráð árið 1985 þegar auðkýfingurinn Mohamed al-Fayed keypti hana árið 1985.